Nú fer senn að líða að jólum og kominn tími til að versla jólagjafirnar fyrir kallinn, strákinn eða bróðurinn. Við hjá Ofurkaup teljum það nokkuð einfalt verkefni að finna jólagjafir fyrir “Hann“. Við karlmenn erum nokkuð einfaldar týpur, okkur finnst gaman að fá nýjar græjur og fikta við þær í sama gamla horninu í litla þægindarrammanum okkar.

Ég vill vitna í morgunútvarpsþátt þegar talað var um hvað karlar vilja frá mökunum sínum. Karlar vilja yfirleitt eitthvað dót til að leika sér með (Leikjatölvu, vinnutæki og eitthvað til þess að fikta í sjálfir) og eitthvað sem er ekki endilega tengt því að vera með mökunum sínum. Á meðan konurnar hugsuðu frekar eitthvað sem hægt væri að gera saman. spa, nudd, fara í bústað og fl. Allt eru þetta jú frábærar hugmyndir fyrir öll. En hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir frá okkur.

1. X6 leikjatölvan

X6 Leikjatölvan er gjöf sem slær í gegn. Með um yfir 10.000 retro leiki af gamla skólanum sem hægt er að spila og vera í tímunum saman. Einnig er hægt að nota tækið til þess að horfa á myndir, skoða myndir, spila tónlist og fl.

2. LED Veggljós með fjarstýringu

Ein vinsælasta jólagjöfin í fyrir hann. Ljós sem þarf ekki að vera tengt við rafmagn. Ljósið er endurhlaðanlegt, krókurinn sem fylgir með er festur þar sem ljósið á að fara og ljósinu er bara tyllt á krókinn sem er úr sterkum segli. Þú getur snúið ljósinu í eins marga hringi og þú vilt. Hægt er að kaupa fleiri en eitt ljós og nota sömu fjarstýringuna á öll ljósin á sama tíma.

3. Heilsu- og snjallúr með hjartsláttmæli

Frábær hugmynd að jólagjöf fyrir hann sem að hann á eftir að vera mjög ánægður með. Úr sem er tengt með bluetooth við símann, hægt að tala í gegnum það, telur skrefin, mælir hjarsláttinn og kaloríur á æfingum.

4. Hleðsludokkan

Núna verður síminn og öll tækin alltaf fullhlaðin. Það hefur aldrei verið einfaldara að hlaða öll tækin, en núna getur þú gert það fyrir öll á sama stað á náttborðinu.


Gangi ykkur vel að versla!