Í byrjun árs 2023 átti ég ekki von á að fara svona langt með “litlu” hugmyndina mína. Þegar þessi frétt er komin inn er ég rétt nýbúinn með setja ofur netverslunina Ofurkaup.is í loftið. Ég er handboltaþjálfari með víðamikla reynslu úr hinum ýmsu störfum á Íslandi. Það er og hefur mjög lengi verið áhugamál mitt að setja saman vefsíður og láta þær ganga hratt og örugglega.

Netverslun sem minnir á tölvuleik

Ofurkaup.is er skemmtileg netverslun sem minnir einnig helst á tölvuleik. Þá aðalega vegna þess að innan netverslunarinnar getur þú safnað þér Ofurstigum og svo í lok mánaðar gætir þú endað í fyrsta sæti með flest stig. Og þannig endað uppi sem Ofurkaupari mánaðarins fyrir það færðu önnur 500 Ofurstig.
1 Ofurstig er = 1 króna í afslátt.

Fyrir þessa vöru myndir þú t.d. fá 42 Ofurstig. Og þá ertu með amk. 42 krónur í afslátt af næstu pöntun.

Ég er með mikið keppnisskap og mér finnst gaman að spila tölvuleiki, þannig að Ofurkaup.is er hingað til það besta sem ég hef gert til að tengja þetta allt saman í eitt.

Ekki “bónusverð” en stefnum þangað

Netverslunin okkar minnir að einhverju leiti á þær verslanir sem eru líka með matvörur, en það erum við ekki með. Allavega ekki enþá. Ofurkaup er í starthollunum og við stefnum á að stækka vöruúrvalið í hverri viku og á endanum bjóða betur en aðrar verslanir með svipaðar vörur.

Ofurkaup er og verður alltaf með Ofurverð. Ég vill hvetja þig kæri lesandi að skoða vöruúrvalið okkar reglulega og við munum þess í stað koma hraðar á móts við ykkur. Ég er með keppnisskap og Ofurkaup ætlar sér stóra hluti með öllu landsfólki.

Það sparar sig að safna Ofurstigum

Það er eins og ég kom aðeins inn í áðan, margar leiðir til þess að safna Ofurstigum. Þú færð t.d. stig fyrir að stofna aðgang, eiga afmæli, hvern dag sem þú skráir þig inn, fyrir kaup á vörum og fleira. SJÁ HÉR.

Takk fyrir að gefa þér tíma í að lesa þetta innlegg frá mér. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt koma með bæði hugmyndir og ábendingar, þá er þér velkomið að hafa samband við mig birkir@ofurkaup.is