Það getur verið bras að finna það sem maður ætlar að taka með sér í ferðalagið og koma skipulagi á hlutina áður en farið er út úr húsi. Við hjá Ofurkaup.is elskum að finna lausnir og sniðugar vörur sem hjálpa til með daglegt amstur. Hér fyrir neðan má sjá þrjár hugmyndir.

1. Ferðatösku Pokar

Mér finnst svo mikilvægt að vita hvar hlutirnir og fötin mín eru og ég vill hafa allt á sínum stað. Þessir pokar leysa svo sannarlega það vandamál. í Ferðatösku Pokana vill ég helst skipta þessu þannig að nærföt fara í einn poka, bolir og peysur í annann poka og Buxur og Stuttbuxur í þann þriðja. Svo er mismunandi hvernig hinir þrír pokarnir eru nýttir, stundum undir óhreinatau, snyrtivörur eða sundföt.

2. Samanbrjótanleg & stækkanleg taska

Besta farangurstaska sem ég hef nokkurntíman notað, mér finnst best að ef ég þarf meira pláss, þá stækka ég hana bara. Og ef ég vill ekki taka hana með í vélina, þá brýt ég hana bara saman og hendi henni í töskuna. En annars er líka geggjað að nota þessa tösku í gymið, fyrir pikk-nikkið og fleira.

3. Vegabréfsveski með RFID kortavörn

Mér finnst líka nauðsynlegt að vera með vegabréfsveski þegar ég er á ferðalagi. Það er svo oft sem að maður gleymir bara veskinu eða vegabréfinu fyrir tax free eða eitthvað slíkt. Þannig þetta veski leysir það vandamál og það er RFID kortavörn sem verndar gegn rafrænum þjófnaði þegar greiðslukortið er í veskinu.

Ofurkveðjur,

Góða ferð!