Við hjá Ofurkaup.is erum að stækka teymið okkar og erum nú í leit að manneskju sem fær að sjá um alla samfélagsmiðla Ofurkaupa og auka sýnileika netverslunarinnar. Ofurkaup.is er netverslun með úrval af vönduðum, nytsamlegum og flottum vörum. fyrir þig, bílinn og heimilið.

Við erum að leita að einstaklingi sem:

  • hefur framúrskarandi skipulagshæfileika
  • hefur góða íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • hefur gott vald á textasmíði
  • hefur góða þekkingu á samfélagsmiðlum
  • Er óhræddur að koma í mynd á samfélagsmiðlum Ofurkaupa
  • hefur reynslu í Canva kerfinu
  • er lausnamiðaður og sýnir frumkvæði þegar kemur að tækninýjungum
  • vill áskoranir og er sjálfstæður í vinnubrögðum
  • er með góða samskipta- og samvinnufærni
  • er ábyrgur og hugmyndaríkur

Aðrir kostir í starfið:

  • reynsla í auglýsingakerfi Meta
  • þekking og reynsla í stafrænni markaðssetningu
  • hæfni í grafískri hönnun
  • þekking á google auglýsingakerfinu
  • þekking á WordPress vefumsjónarkerfinu
  • reynsla af öðrum markaðsstörfum er kostur
  • reynsla í framleiðslu markaðsefnis er kostur

Athugið að um 10-15% starfshlutfall er verið að ræða. Eða 16-20 tíma á mánuði.

Umsóknir sendist á birkir@ofurkaup.is